*

þriðjudagur, 4. ágúst 2020
Huginn og muninn
21. september 2019 10:02

Böli bætt á bölið

Hrafnarnir taka ofan fyrir fjármálaráðherra fyrir að taka ótilneyddur umræðuna um fyrirhugaða hækkun áfengisgjalds.

Eyþór Árnason

Hrafnarnir taka ofan fyrir fjármálaráðherra fyrir að taka ótilneyddur umræðuna um fyrirhugaða hækkun áfengisgjalds. Félag atvinnurekenda, með framkvæmdastjórann Ólaf Stephensen í forsvari, hefur haldið uppi öflugri gagnrýni á áformin. Svo virðist sem gagnrýnin hafi bitið því Bjarni Benediktsson óð á völlinn með færslu á Facebook þar sem hann greindi frá frá dýrum kranabjór sem hann hafi keypt á hóteli – svo dýrum að fleira en hæsta áfengisgjald í Evrópu hlaut að liggja verðinu að baki.

Færslan vakti athygli og um kvöldið var Bjarni mættur í sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 til að skýra mál sitt betur. Þar benti hann á eitt og annað í rekstrarumhverfi veitingaog öldurhúsa, sem standa mörg í ströngu nú um mundir, miklar launahækkanir, hátt leiguverð o.s.frv. Vandræðin væru svo mikil að hækkun áfengisgjalds muni ekki breyta þar miklu. Það var nefnilega það. Lengi má böl bæta með því að benda á annað verra, en Hrafnarnir vissu ekki að böl mætti bæta með því að bæta meira böli á bölið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.