*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Huginn og muninn
23. desember 2013 07:35

Borga væntanlega fyrir jólamatinn með Bitcoin

Pírötum er þröngur stakkur sniðinn í vali á jólamat. Þeir vilja væntanlega „Fair Trade“ vottaðan jólamat og borga hann með Bitcoin.

Haraldur Jónasson

Píratar voru sér á parti í könnun sem MMR stóð fyrir um hvað fólk væri með í matinn á aðfangadagskvöld. Af þeim sem tóku afstöðu og kváðust styðja Pírata sögðust 39,2% ætla að borða eitthvað annað en það sem nefnt var í könnuninni. Hamborgarhryggur er vinsælastur meðal stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka. Hann var þó í sérstöku uppáhaldi hjá þeim sem styðja Framsóknarflokkinn eða 69,0%. 

En auðvitað er Pírötum nokkur vorkunn. Í fyrsta lagi takmarkast val þeirra örugglega við það sem hægt er að panta á netinu, þeir eru svo rafrænir allir. Það sem fæst á netinu verður væntanlega að vera „Fair Trade“ vottað og hægt að greiða með Bitcoin. Meðal annars grænmetisrétturinn sem Birgitta Jónsdóttir ætlar að bera á borð fjölskyldunnar að venju.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.