Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar kom hröfnunum í opna skjöldu þegar hann ákvað að gagnrýna Seðlabankann harðlega fyrir vaxtahækkanir í afkomutilkynningu fyrstu níu mánaða ársins.
Í tilkynningunni er haft eftir Bjarna: Á sama tíma og stjórnvöld hvetja okkur til fjárfestinga áttfaldar annar armur ríkisvaldsins stýrivexti í landinu á innan við tveimur árum.“ Skiljanleg er Bjarni skúffaður út í Seðlabankann þar sem að aukinn vaxtakostnaður skýrir 230 milljóna króna tap var á rekstri Orkuveitunnar á þriðja fjórðungi í stað 2 milljarða hagnaðar á sama tíma í fyrra. Árinni kennir illur ræðari og telja hrafnarnir að forstjórinn eigi að líta sér nær og skoða fjárstýringu félagsins í stað þess að gagnrýna peningastefnuna.

Þá þarf einhver að útskýra fyrir Bjarna forstjóra að Seðlabankinn fékk sjálfstæði frá ríkisvaldinu og Orkuveitunni ef út í það er farið fyrir ríflega tuttugu árum. Sennilega er Gylfi Magnússon prófessor rétti maðurinn í það verk en hann er formaður stjórnar bankaráðs Seðlabankans og varaformaður stjórnar OR.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 1. desember 2022.