*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Huginn og muninn
3. júní 2017 11:09

Braut ekki lög

„Það var svo sem ekki við öðru að búast en að skipan dómara í Landsrétt myndi vekja upp úlfúð.“

Haraldur Guðjónsson

Það var svo sem ekki við öðru að búast en að skipan dómara í Landsrétt myndi vekja upp úlfúð, sérstaklega meðal þeirra umsækjenda sem ekki verða skipaðir dómarar við réttinn. Einn þeirra er Ástráður Haraldsson sem heldur því fram að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi brotið lög með því að fara ekki eftir mati hæfnisnefndar við skipan dómaranna.

Ástráður var í fjórtánda sæti af 33 umsækjendum, en er ekki einn af þeim fimmtán dómurum sem Sigríður vill skipa. Það er með miklum ólíkindum að lesa athugasemdir Ástráðs, því í dómstólalögum er beinlínis gert ráð fyrir því að ráðherra geti skipað aðra dómara en þá sem hæfnisnefndin metur hæfasta, en þarf þá að bera það undir Alþingi. Það hefur Sigríður gert og er því skipanin öll í samræmi við lög og reglur. Ætti umsækjandi um dómaraembætti ekki að vita betur?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is