*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Huginn og muninn
20. mars 2020 19:22

Breiðu spjótin

Stjórnarmaður í Sósíalistaflokki Íslands úthúðaði fyrrverandi ráðherra VG og „besta“ vin aðal.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna.
Haraldur Guðjónsson

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur lét gamminn geisa á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands í í byrjun vikunnar.

Haukur, sem situr í framkvæmdastjórn flokksins, lá heldur betur ekki á skoðunum sínum um Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra Vinstri grænna. Sagði hann að Ögmundur væri „versti siðblindingi“ sem vinstrihreyfingin hefði átt og höfundur núverandi verðtryggingar sem gerði fólk eignalaust.

Enn fremur sagði Haukur orðrétt: „Nú hamast Ögmundur gegn kvótakerfinu en ber sjálfur ábyrgð á því.“ Er Haukur hér að vísa til fundarherferðar Ögmundar og Gunnars Smára Egilssonar um kvótakerfið. Greinin er ekki síst áhugaverð í því ljósi að Gunnar Smári er stofnandi Sósíalistaflokksins og situr með Hauki í framkvæmdastjórn.

Vefmiðillinn Eyjan skrifað frétt um færslu Hauks, þar sem Ögmundur svarar fyrir sig og segir allan málflutning Hauks rangan. Brást Haukur við með því að eyða Facebookfærslunni. Hrafnarnir myndu gjarnan vilja vera fluga á vegg á næsta fundi framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.