*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Leiðari
19. nóvember 2021 07:31

Breytilegu vextirnir

Fólk sem tekur lán með breytilegum vöxtum er um leið að samþykkja að það sé tilbúið að sveiflast með hagkerfinu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í fyrradag og standa vextirnir nú í 2,0%, sem eru þrátt fyrir allt saman sögulega mjög lágir vextir. Í þessu sambandi er vert að geta þess að þegar Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir fyrir rúmlega tveimur árum voru stýrivextir 4,5%.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi gagnrýndi ákvörðun Seðlabankans harðlega í færslu á Facebook og reiknaði út að hækkunin myndi þýði að afborganir af 35 milljóna króna húsnæðisláni á breytilegum vöxtum myndu hækka um 200 þúsund krónur á ári. Það er auðvitað töluverð fjárhæð en hvað er sá sem tók lánið búinn að hagnast mikið frá því að vextirnir stóðu í 4,5%? Væri ekki sanngjarnt hjá verkalýðsleiðtoganum að taka það inn í jöfnuna? Svona þar fyrir utan þá er fólk sem tekur lán með breytilegum vöxtum um leið að samþykkja að það sé tilbúið að sveiflast með hagkerfinu. Vilji það það ekki þá er alltaf í boði að festa vextina.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.