*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
2. mars 2017 16:38

Breytingar framundan í stjórn Icelandair

Ljóst er að breytingar verða í stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins á morgun.

Haraldur Guðjónsson

Eins og Hrafnarnir fjölluðu um í síðustu viku mátti búast við breytingum á stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem fer fram á morgun. Nú hefur Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, tilkynnt að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu.

Það hefur Magnús Magnússon einnig gert, en hvarf hans úr stjórninni hefur komið nokkuð á óvart. Þrír stjórnarmenn gefa áfram kost á sér, þau Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Úlfar er nú varaformaður stjórnar og það má gera ráð fyrir því að hann sækist eftir stjórnarformennsku eftir aðalfundinn.

Þá hafa þeir Georg Lúðvíksson, Ómar Benediktsson og Tómas A. Tómasson (Tommi í Búllunni) einnig gefið kost á sér. Ómar er í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem samanstendur m.a. af viðskiptafélögunum Finni Reyr Stefánssyni, Tómasi Kristjánssyni og Þóri Kristinssyni. Það má segja að þeir ætli sér að koma inn með krafti og hafa áhrif á rekstur félagsins, þrátt fyrir að eiga aðeins tæplega 2% hlut í félaginu.

Stikkorð: Icelandair Aðalfundur
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.