*

miðvikudagur, 27. október 2021
Huginn og muninn
13. ágúst 2017 10:09

Byggðin gegn náttúrunni

Rök Gunnars Braga voru eftirfarandi: „Ef byggð var komin í Ísafjarðardjúp áður en lax gekk í árnar – á þá fólkið ekki að fá að njóta vafans?“

Haraldur Guðjónsson

Um þessar mundir er hart tekist á um framtíðarstefnumótun í fiskeldi á Vestfjörðum og er deilan í raun á engan hátt ný af nálinni.Það hvort ganga á eða tefla í tvísýnu náttúru og náttúruauðlindum til að efla byggð á einangraðari svæðum landins sem hafa átt undir högg að sækja er enda í raun svo algengt stef í þjóðarumræðunni að það ætti helst heima sem erindi í þjóðsöng landsins.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, ákvað af þessu tilefni að koma kjördæmi sínu til varnar og mæla fyrir því að aukið tillit verði tekið tilbyggðarsjónarmiða á Vestfjörðum.

Rökin voru eftirfarandi: „Ef byggð var komin í Ísafjarðardjúp áður en lax gekk í árnar – á þá fólkið ekki að fá að njóta vafans?“ Hin svokallaða „Hver kom fyrstur“ nálgun verður að teljast áhugaverð tillaga að lausn í sambærilegum málum. Það er þó líklegast að byggðin verði sjaldan siguvegarinn gagnvart náttúrunni í framtíðardeilum sem kunna að vakna verði gengið úr frá sömu meginreglu.

Stikkorð: Bragi Gunnar
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.