*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Huginn og muninn
29. júní 2019 10:03

Byltingin étur börnin sín

Líkt og aðrir landsmenn hafa Hrafnarnir fylgst með þeirri tragikómedíu sem átt hefur sér stað hjá siðanefnd þingsins.

Haraldur Guðjónsson

Forsætisnefnd þingsins gerði í vikunni niðurstöðu ráðgefandi siðanefndar að sinni og sló því föstu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði ekki hagað sér í samræmi við siðareglur þingmanna þegar hún fullyrti að „rökstuddur grunur“ væri uppi um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé með því að rúnta um landið.

Líkt og aðrir landsmenn hafa Hrafnarnir fylgst með þeirri tragikómedíu. Sé sagan skoðuð var þingflokkur Pírata, svo og fyrirrennarar hans, einna fyrstur að kalla eftir slíkum reglum og oftar en ekki flokka fljótastur að kalla eftir því að til þeirra sé gripið. Í lok þessa þáttar málsins lýstur fjölda íronískra máltækja niður í hug Hrafnanna en ætli „byltingin étur börnin sín“ eigi ekki best við.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.