*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
5. nóvember 2021 07:31

Byltingin étur börnin sín

Hrafnarnir hafa fylgst agndofa með framgöngu Sólveigar Önnu og Viðars í garð starfsfólks Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar. Bakvið hana má sjá glitta í Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar.
Eyþór Árnason

Undanfarna daga hafa hrafnarnir fylgst agndofa með framgöngu Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar, verkalýðsforingjanna fyrrverandi, í garð starfsfólks Eflingar.

Hafa þau ekki vandað fyrrverandi samstarfsfólkinu, sem mörg hver voru ráðin inn af þeim sjálfum, kveðjurnar og hafa trúnaðarmenn stéttarfélagsins fengið hvað verstu útreiðina, fyrir það eitt að sinna lögbundnu hlutverki sínu; að koma umkvörtunarefni starfsmanna á framfæri.

Á starfsmannafundi var starfsfólki stillt upp við vegg og því gefnir tveir afarkostir; annaðhvort skyldi dregin til baka gagnrýni á stjórnarhætti Sólveigar frá því í sumar ella segði hún upp störfum.

Hrafnarnir geta rétt ímyndað sér hver viðbrögðin hefðu orðið úr röðum Sólveigar og Viðars ef stjórnendur einkafyrirtækis hefðu farið fram gegn starfsfólki og trúnaðarmönnum á sama máta og þau sjálf gerðu.

Byltingin étur svo sannarlega börnin sín.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.