*

miðvikudagur, 20. október 2021
Huginn og muninn
5. júlí 2014 07:35

Costco á frekar heima í Kópavogi

Íslenskir verslunarmenn hafa lengi barist fyrir því að fá að selja létt áfengi í búðum sínum, án árangurs.

Finnur Árnason, forstjóri Haga
Haraldur Guðjónsson

Dást verður að jafnaðargeði Finns Árnasonar, forstjóra Haga, sem í gær fagnaði fréttum af því að viðskipta- og iðnaðarráðuneytið hefði til alvarlegrar skoðunar kröfur bandaríska verslanarisans Costco um að fá að selja í hugsanlegri verslun sinni á Íslandi ferskt erlent kjöt, áfengi og lyf.

Íslenskir verslunarmenn hafa lengi barist fyrir því að fá að selja í búðum sínum létt áfengi, en ekki fengið hljómgrunn meðal stjórnmálamanna. Annað hljóð kemur í strokkinn þegar krafan kemur frá erlendu stórfyrirtæki. Vonandi verður áhugi Costco á Íslandi til þess að hreyfing kemst á þessi mál og það í frelsisátt.

Annars verður að taka undir með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi um að erlenda verslunin eigi frekar heima í Kópavogi en í Garðabæ. Kostko myndi þar bætast í fríðan hóp fyrirtækja eins og Byko og Elko sem kenna sig við bæjarfélagið með sama hætti.

Huginn og Muninn birtust í Viðskiptablaðinu sem kom út 3. júlí 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með þvi að smella á hlekkinn Tölublöð. 

Stikkorð: Huginn & Muninn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.