*

mánudagur, 6. desember 2021
Huginn og muninn
14. maí 2016 11:09

Davíð og Baugsmiðlarnir

Hröfnunum þótti áhugavert að Davíð Oddsson skyldi tilkynna framboð sitt í einum svokallaðra „Baugsmiðla“.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Sem kunnugt er tilkynnti Davíð Oddsson um framboð sitt til embættis forseta í Sprengisandi á Bylgjunni sl. sunnudag, sem í fyrsta sinn var í umsjón Páls Magnússonar. Hrafnarnir vilja nota tækifærið og óska Páli til hamingju með endurkomu sína í fjölmiðlaheiminn. Þeir glottu þó út í annað þegar Davíð kaus að nota útvarp í eigu hinna svokölluðu Baugsmiðla til að tilkynna um framboð sitt. Væntanlega hefur áratuga kunningjaskapur þeirra Davíðs og Páls ráðið þar nokkru en tilhugsunin er skondin engu að síður þar sem Davíð hefur í gegnum tíðina ekki alltaf vandað 365 og forverum þess kveðjuna.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Davíð varpar sprengjum inn í nýja útvarpsþætti. Í mars 2003, nokkrum mánuðum fyrir alþingiskosningar, var Davíð gestur í fyrsta þætti Morgunútvarpsins á RÚV, sem þá var í umsjón Óðins Jónssonar. Í þeim þætti upplýsti Davíð að Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, hefði reynt að múta sér og þátturinn markaði kaflaskil í baráttu hans við Samfylkinguna, Fréttablaðið og aðra „Baugsmiðla“.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.