*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Týr
21. maí 2017 14:05

Deilur Pírata

Það kæmi Tý ekki á óvart ef frekari tíðindi berast frá þingflokki Pírata innan tíðar.

Ásta Guðrún Helgadóttir er ekki lengur þingflokksformaður Pírata.
Haraldur Guðjónsson

Á síðasta kjörtímabili þurfti að kalla til vinnustaðasálfræðing til að stilla til friðar í þriggja manna þingflokki Pírata. Um tíma gáfu skoðanakannanir til kynna að þingflokkurinn myndi fimmeða sexfaldast og vinnustaðaálfræðingar landsins hafa væntanlega hugsað sér gott til glóðarinnar. Eftir að kjósendur fengu að sjá fyrir hvað Píratar stóðu, eða ekki, hrundi fylgið af þeim en þeim tókst engu að síður að fá tíu manns kjörna.

***

Nú þegar aðeins hálft ár er liðið af kjörtímabilinu logar allt í illdeilum innan þingflokks Pírata. Þeir munu að öllu líkindum ekki viðurkenna það opinberlega, þrátt fyrir fögur fyrirheit um gegnsæi og heiðarleika (sem hljómar vel í kosningabaráttu en ekki í raunverulegum þingstörfum). Fjölmiðlar hafa mismikinn áhuga á málinu og Týr dregur af því þá ályktun að fjölmiðlar sjá ekki ástæðu til að taka stöðu Pírata alvarlega.

***

Týr þekkir þó vel til málsins og það er ljóst að mikil ringulreið ríkir innan þingflokks Pírata. Þeir sem kynnst hafa vinnubrögðum Birgittu Jónsdóttur, sem er sjálfskipaður kapteinn Pírata, vita að hún fær sínu fram með einum eða öðrum hætti. Nú síðast varð hún ósátt við Ástu Guðrúnu Jónsdóttur, fráfarandi þingflokksformann Pírata. Fyrsta úrræði Birgittu var að svipta Ástu Guðrúnu völdum með því að kokka upp skipulag sem dreifir starfsskyldum þingflokksformanns jafnt yfir þingflokkinn, sem er ávísun á ennþá meiri ringulreið en nú ríkir. Ásta Guðrún hefur sjálf lýst þessu opinberlega síðustu daga. Þessar hugmyndir byggja ekki á nýjum vinnubrögð­ um eða öðrum innihaldslausum frösum, heldur innri baráttu.

***

Það kæmi Tý ekki á óvart ef tíðindi berast frá þingflokknum innan tíðar. Stór hluti þingflokksins kann vel við skipulag Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns VG, og fylgir henni frekar að málum heldur en illa skipulagðri forystu Pírata. Á þetta hefur reynt ítrekað í þingstörfum síðustu vikna. Almenningur fær væntanlega að fylgjast með, en ekki fyrr en allt springur í loft upp.

Stikkorð: Týr Píratar
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.