*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Huginn og muninn
7. júlí 2019 11:02

Að biðja um fjármagn

Eins og Hrafnarnir vita opinberir stjórnendur að besti tékkinn er óútfylltur tékki.

Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir hafa lengi dáðst af dugnaði og hugvitssemi stjórnenda hins opinbera í því að sækja fé til handa sinna stofnana. Alþingi samþykkti í vetur lög um kynrænt sjálfræði sem meðal annars kveða á um að hægt verði að skrá kyn sitt hlutlaust í þjóðskrá. Hið besta mál, að mati Hrafnanna, en enn betri fannst þeim þó framganga Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, og Ingu Helgu Sveinsdóttur, lögfræðings stofnunarinnar, í kjölfar lagasetningarinnar.

Breytingar kosta peninga, fullyrtu þær stöllur og kváðu stofnunina ekki færa um að framkvæmda breytinguna fyrr en fjármagn fengist í verkið. Í umsögn Þjóðskrár með frumvarpinu er talað um að 18 mánuði taki að undirbúa breytingarinnar. Sérstaka athygli Hrafnanna vakti þó að hvergi var kostnaðarupphæð nefnd til sögunnar, hvorki í fréttum né umsögninni. Eins og Hrafnarnir vita opinberir stjórnendur að besti tékkinn er óútfylltur tékki.

 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Ranghermt var í prentuðu útgáfu Viðskiptablaðsins að Margrét Hauksdóttir væri forstjóri Hagstofunnar en ekki Þjóðskrár. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.