Viðtöl við Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum í fjölmiðlum eru áminning um að Ísland er fámennt land. Á sunnudaginn mætti hann til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni. Þar lagði doktorinn til að arðgreiðslur til ríkisins vegna eignarhluta í Landsbankanum og Íslandsbanka yrðu notaðar til að greiða tap ÍL-sjóðs. Þetta er nýstárleg hugmynd en hrafnarnir telja að góðar ástæður séu fyrir að engum öðrum en Ásgeiri hefur dottið þetta í hug.

Þetta felur í sér að ef ríkið ætti ekki hlut í bönkum þá ætti það gefa út skuldabréf, kaupa banka fyrir andvirðið og nota arðgreiðslurnar til að fylla upp í þá hít sem Íbúðalánasjóður skyldi eftir sig. Annars benda hrafnarnir á að vandi ÍL-sjóðs er ekki greiðsluflæðisvandi og því engin lausn að merkja annað greiðsluflæði á móti.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 1. desember 2022.