*

laugardagur, 11. júlí 2020
Huginn og muninn
2. mars 2019 10:02

Dómgreindarleysi

Lögfræðingar Seðlabankans reyndu að hafa áhrif á störf bankaráðs að því er fram kemur í bókun.

Haraldur Guðjónsson

Greinargerð bankaráðs Seðlabankans til forsætisráðherra er reyfarakennd. Í henni er hulunni svipt af starfsháttum bankans. Hrafnana rak í rogastans þegar þeir lásu um tilraunir lögfræðinga bankans til að hafa áhrif á vinnu bankaráðs.

Um þetta er fjallað í bókun Sigurðar Kára Kristjánssonar og Þórunnar Guðmundsdóttur við greinargerðina. Í henni kemur fram að í minnisblaði lögfræðiráðgjafar bankans sé tekið fram að lögfræðingarnir, líklega með samþykki Más Guðmundssonar, geri „verulegar athugasemdir við fyrirhuguð efnistök“ bankaráðs í málinu. Lögum samkvæmt er yfirstjórn Seðlabankans í höndum ráðherra og bankaráðs. Og í lögum segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda“. Lögfræðingar bankans voru sem sagt að reyna að hafa áhrif á lögbundið eftirlitshlutverk bankaráðs, sem er ótrúlegt dómgreindarleysi og grafalvarlegt.

Már sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna þessa máls.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.