*

mánudagur, 6. júlí 2020
Huginn og muninn
8. september 2019 10:04

Dýr tiltekt

Tap í skattamáli gegn íslenska ríkinu, lækkandi hlutabréfaverð skýrðu meirihluta af tapi 365 miðla í fyrra.

Haraldur Guðjónsson

365 miðlar, sem eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, töpuðu milljarði króna í fyrra. Félagið er í sjálfu sér ekki það eina í fjölmiðlageiranum sem glímir við þungan rekstur. Athygli vakti að Fréttablaðið, sem 365 miðlar eiga nú helmingshlut í, sló upp fyrirsögninni „Tiltektarár hjá 365 miðlum“ um afkomu 365 miðla í fyrra.

Tiltektin verður að teljast í dýrara lagi. Athygli vekur hvað fólst í tiltekinni. Meirihluti tapsins var vegna tapaðs dómsmáls gegn íslenska ríkinu vegna skattgreiðslna félagsins og lækkunar á verði hlutabréfa í eigu þess. Þá féll til kostnaður vegna sölunnar á fjölmiðlum til Sýnar sem var það sem vísað var til sem tiltekt í fyrirsögninni.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.