*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Huginn og muninn
29. apríl 2018 11:01

Ein dýrasta starfsþjálfunin

Enginn hefur þurft að taka poka sinn hjá Arion banka í kjölfar risagjaldþrots kísilverksmiðju.

Aðsend mynd

Í kjölfar raðklúðurs United Silicon furða sumir sig á því hvers vegna enginn hafi verið látinn taka pokann sinn hjá Arion banka, þar sem margt bendir til þess að tap bankans af þessu daunilla ævintýri nemi að minnsta kosti 5 milljörðum.

Hrafnarnir hafa þó fullan skilning á afstöðu bankans enda er um að ræða eina dýrustu starfsþjálfun sem nokkurt fyrirtæki hefur boðið upp á hér á landi í hvernig eigi að gæta að hagsmunatengslum, hlusta á gagnrýnisraddir og kanna viðskiptasögu fyrrverandi dýfingameistara með tilhneigingu til að hnerra undir stýri. Félag Viðskipta- og hagfræðinga virðist í það minnsta hafa áttað sig á þessu plani bankans og tilnefnt hann til Þekkingarverðlauna félagsins í ár.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.