*

miðvikudagur, 23. september 2020
Huginn og muninn
17. nóvember 2019 08:22

Efnahagslögmálin og Ísland

Efasemdir um hvort efnahagslögmál eigi við á Íslandi dúkka reglulega upp. Nú síðast fékk seðlabankastjóri að finna fyrir því.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Haraldur Jónasson

Ummæli Steingríms Hermannssonar um að almenn efnahagslögmál ættu ekki við á Íslandi eru ódauðleg enda dúkka þau reglulega upp í þjóðfélagsumræðunni i ýmsum búningi.

Núna síðast gagnrýndi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra fyrir að að gerast svo djarfur að segja að laun á Íslandi yrðu að vera í takt við laun í Þýskalandi, hjarta evrópska hagkerfisins, að teknu tilliti til framleiðni. Ella myndi gengið á endanum gefa eftir og verðbólga fylgja í kjölfarið.

Viðar náði ekki upp í nef sér og sagði Ásgeir vilja ráða launakjörum á Íslandi. Íslendingar hafa margoft reynt að hækka laun langt umfram nágranna sína. Niðurstaðan hefur alltaf verið sú sama – gengisskellur og verðbólguskot.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.