*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Huginn og muninn
27. febrúar 2017 10:17

Eftirmaður Björgólfs vandfundinn

Ýtt hefur verið á forstjóra Icelandair Group, Björgólf Jóhannsson, að sitja áfram sem formaður SA, þó hafi ætlað að hætta nú.

Haraldur Guðjónsson

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, mun að öllu óbreyttu láta af formennsku á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins (SA) sem haldinn verður í lok mars.

Björgólfur hefur gegnt formennsku síðastliðin fjögur ár eða frá árinu 2013 en tilkynnti fyrir aðalfundinn í fyrra að hann myndi einungis sitja eitt ár til viðbótar.

Heilmiklar breytingar hafa átt sér stað innan SA á síðustu árum og það er óhætt að fullyrða að samtökin séu orðin mun öflugri en þau voru áður, m.a. með tilkomu sérstaks efnahagssviðs sem leitt er af Ásdísi Kristjánsdóttur.

Fyrir SA liggja þó stór verkefni, m.a. að klára hið svokallaða SALEK samkomulag sem ætlar að reynast þrautinni þyngri. Á sama tíma hefur gengið nokkuð illa að finna eftirmann Björgólfs og nú hefur hluti forkólfa atvinnulífsins ýtt á hann að sitja eitt ár til viðbótar.

Björgólfur liggur nú undir feldi, en aðrir bíða í startholunum eftir lokaákvörðun hans.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.