*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Huginn og muninn
11. júlí 2020 11:05

Ég fikraði mig nær þér, fjær þér...

Síendurteknar umsóknir dómarans eru farnar að vekja upp hjá hugrenningartengsl við Bjarka sem aldamótabandið Á móti sól söng um.

Tvö embætti dómara við Landsrétt eru laus um þessar mundir og sækjast sjö eftir því að hreppa hnossið. Í þeim hópi er héraðsdómarinn Ástráður Haraldsson – einn hinna fjögurra sem kippt var út af lista af Sigríði Á. Andersen er dómstólnum var komið á fót – en þetta er í fimmta sinn sem hann sækir um í Landsrétti.

Hingað til hefur hann ekki haft erindi sem erfiði og í raun hefur hann ekki skorað hátt hjá dómnefnd um hæfni dómaraefna þegar kemur að matsþættinum um samningu og rökstuðning dóma.

Síendurteknar umsóknir dómarans eru farnar að vekja upp hjá Hröfnunum hugrenningartengsl við hinn velmeinandi Bjarka sem aldamótabandið Á móti sól söng um hér um árið. Það er spurning hvort það styttist ekki í að dómnefnd og ráðherra fari að ansa með „hættu, farðu, þegiðu og sestu og hætt‘að abbast upp á mig“.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.