*

föstudagur, 16. apríl 2021
Huginn og muninn
20. mars 2021 09:14

Kunni engin svör

Forsprakki Facebook-síðu Sósíalistaflokksins virðist vera með mjög valkvætt minni.

Með einu „pennastriki" breytti Gunnar Smári nafninu á Facebook-síðunni „Ísland – 20. fylki Noregs“ í „Sósíalistaflokkur Íslands".
Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Um tíu þúsund meðlimir eru í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins, sem Gunnar Smári Egilsson heldur utan um. Einhver orðaskipti urðu á síðunni í síðustu viku og í kjölfarið skrifaði Gunnar Smár stöðuuppfærslu, þar sem hann sagðist hafa verið spurður að því hvers vegna það væru hópar af Samfylkingarfólki og Pírötum í Facebook hópi Sósíalistaflokksins. „Ég kunni engin svör …“ skrifaði Gunnar Smári og viðraði síðan þá hugmynd hvort það ætti að vísa þeim „leiðinlegustu“ úr hópnum.

Hrafnarnir geta auðveldlega svarað spurningunni, sem Gunnar Smári, sem líklega er með mjög valkvætt minni, kunni engin svör við. Ástæðan fyrir því að Samfylkingarfólk og Píratar leynast í Facebook-hópi Sósíalistaflokks Íslands er að áður en Gunnar Smári gerðist sósíalisti vildi hann setja Ísland undir konungsríkið Noreg. Stofnaði hann Facebook-hópinn „Ísland – 20. fylki Noregs“ á þeim tíma sem hægt var að bæta fólki á „vinalista“ Facebook-síðna að því forspurðu. Fyrr en varði voru þúsundir komin í hópinn. Þá fékk Gunnar Smári áhuga á sósíalisma og með einu „pennastriki“ breytti hann nafni hópsins í „Sósíalistaflokkur Íslands“.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.