*

föstudagur, 10. júlí 2020
Huginn og muninn
24. ágúst 2019 09:11

Eigendur í eldhúsinu

Gunnar Smári segir að eigendur lítilla veitingastaða eigi að vera í eldhúsinu - eigandi Ostabúðarinnar svarar fullum hálsi.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mörgum brá við lokun Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg og í framhaldi af því spannst töluverð umræða um rekstrarskilyrði og lífvænleika veitingastaða í miðbænum.

Meðal þeirra, sem þar lagði orð í belg, var sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson, sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af atvinnurekstri þó hún hafi raunar verið mjög á eina leið. Sagði hann meðal annars að litlir veitingastaðir ættu að vera reknir af fjölskyldum og eigendur ættu að vera í eldhúsinu.

Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, kom í viðtal í Bítið á Bylgjunni í liðinni viku og sagðist ekki vel skilja hvað Gunnar Smári hefði verið að fara með ummælum sínum og nefndi að Gunnar Smára hefði sjálfum ekki gengið rosalega vel þegar hann starfaði við útgáfu dagblaða. Sem er sjálfsagt hvassari aðfinnsla en Jóhann gerði sér grein fyrir, því Gunnar Smári sérhæfði sig nefnilega í rekstri fjölmiðla tiltekinnar fjölskyldu og meinið einmitt það að eigendurnir voru alltof mikið í eldhúsinu!

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.