*

mánudagur, 25. janúar 2021
Huginn og muninn
2. ágúst 2020 09:48

Einhverstaðar verða vondir að vera

Hrafnarnir telja ólíklegt að orðið verði við bón sendiherrans um að fá að hafa byssu við höndina.

Eva Björk Ægisdóttir

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, opinberaði nýverið að hann óttaðist um öryggi sitt hér á landi. Vill hann meðal annars að öryggisgæsla í kringum sig verði aukin og honum verði heimilt að bera skotvopn til að verja sig.

Téður Gunter var skipaður sendiherra hér á landi í fyrra en skipunin er úr smiðju forsetans Donalds Trump. Það var kannski ekki viðbúið að Trump myndi senda sinn besta mann hingað til lands en þó hefði mátt ætla að örlítið frambærilegri kandídat hefði átt að hreppa hnossið, sér í lagi í ljósi áhuga Bandaríkjanna á Norðurslóðum.

Hrafnarnir telja ólíklegt að orðið verði við bón sendiherrans um að fá að hafa byssu við höndina og þá yrðu þeir heldur ekki hissa ef Gunter færi í fýlu við það. Við höfum hins vegar lausnina á reiðum höndum. Það er alltaf mögulegt að færa sendiráðið til Vestmannaeyja.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.