*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Huginn og muninn
19. júní 2021 10:04

Ilmvötn, pressuger og ÁTVR

Samkvæmt reglugerð, sem er formlega enn í gildi, getur ÁTVR látið prest votta að einstaklingi sé treystandi fyrir áfengi.

Þótt hröfnunum leiðist sjaldan þá kemur slíkt fyrir. Á slíkum stundum eiga þeir það til að glugga í gömul dagblöð, þingtíðindi og reglugerðasafnið.

Nýverið rákust þeir á eina skemmtilega, það er reglugerð um sölu áfengis til iðnaðar o.fl. nr. 39/1935, sem formlega séð er enn í gildi (þótt lagastoð sé hæpin). Samkvæmt henni hefur Áfengisverzlun ríkisins einkaleyfi á innflutningi og framleiðslu ýmissa vara á borð við bökunardropa, ilmvatna, andlitsvatna og pressugers.

Hið síðastnefnda má aðeins afhenda bakaríum og hvað áfengið varðar getur forstjóri ÁTVR, í dag er það Ívar Arndal, krafist þess að áfengisbeiðandi leggi fram vottorð lögreglustjóra og sóknarprests um að honum sé trúandi fyrir áfenginu. ÁTVR skammtar síðan áfengið og magnákvörðunina má kæra til ráðherra.

Hrafnarnir telja að hér sé dauðafæri handa ÁTVR til að láta ljós sitt skína.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.