*

mánudagur, 21. september 2020
Huginn og muninn
1. desember 2019 08:03

Einn bíll eða tveir?

Rafbílavæðing í stjórnarráðinu hefur óvæntar afleiðingar í för með sér.

Keyptur hefur verið Mercedes-Benz EQC rafmagnsjeppi fyrir Katrínu Jakobsdóttur.
Aðsend mynd

Hrafnarnir óska Katrínu Jakobsdóttur innilega til hamingju með glænýjan Benz rafmagnsjeppa, sem hún fær eftir nokkra daga. Að vísu verður bíllinn strangt til tekið ekki hennar persónulegi ráðherrabíll, þar sem allir ráðherrabílar eru nú í sameiginlegum rekstri Stjórnarráðsins og gert ráð fyrir að þeir geti færst á milli ráðherra eftir þörfum.

Hrafnarnir telja nokkuð ljóst hvers vegna þessi ákvörðun var tekin um svipað leyti og ákveðið var að allir nýir ráðherrabílar yrðu rafbílar. Þó að rafbílar séu sífellt að verða langdrægari þá hefur olían enn vinninginn í þeim efnum auk þess sem það tekur einungis stuttan tíma að fyll’ann. Það lítur ekki sérlega vel út að ráðherrar hafi tvo bíla til umráða, einn rafbíl og einn bensínbíl. Það er langt frá því að vera umhverfisvænt og myndi þar auki flokkast sem bruðl. Þar sem ráðherrabílar eru nú komnir undir einn og sama hattinn geta ráðherrar, án þess að hafa sérstakar áhyggjur af almenningsálitinu, sótt sér bensínbíl þurfi þeir að skutlast út á land.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.