*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
2. maí 2020 11:05

„Eins og Óðinn með eitt auga“

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur ekki vatni yfir snilligáfu Kára Stefánssonar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Haraldur Guðjónsson

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur ekki vatni yfir framgöngu Kára Stefánssonar síðustu vikur. Í Morgunblaðinu í vikunni skrifar Guðni heila grein, sem meira og minna er tileinkuð snilligáfu Kára og frammistöðu hans í sjónvarpsþættinum hjá Gísla Marteini á föstudaginn.

„Kári Stefánsson var mættur og sat þungbúinn eins og Óðinn með eitt auga og hafði heitið því að segja ekkert í þættinum. Ég er viss um að Kári var hvorki glaður né reiður þetta kvöld, hann var staðráðinn í að beita öllum sínum töfrum og nota vitið meira en hláturinn,“ ritar Guðni. Þykir Guðna svo mikið til Kára koma og þá sérstaklega hugmynda hans um landbúnaðarkerfið að hann vill setja hann fyrir nefnd um hvernig efla eigi Matvælalandið Ísland. „Kári Stefánsson, sem best þekkir heiminn og vísindin, er heimsborgari, mikils metinn fræðimaður og sér gæði og heilbrigði matvælanna sem bændur bera á borð neytenda úr hreinni jörð,“ skrifar Guðni.  

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.