Svokallaður stjórnmálakennari við Verzlunarskóla Íslands setti þrjá menn upp á vegg í skólastofunni, ekki alls fyrir löngu. Það voru þeir Adolf Hitler, Benito Mussolini og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Með fyrirsögninni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar.”

Þeir tveir fyrrnefndu voru einræðisherrar sem komust til valda með morðum og ofbeldi. Þriðji maðurinn var kjörinn í frjálsum lýðræðislegum kosningum til Alþingis og myndaði ríkisstjórn með flokki sem er sá lýðræðislegi í landinu.

Hitler, sem komst til valda fyrir 90 árum, vildi útrýma gyðingum. Fyrst með því að skjóta þá ef þeir lifðu pyntingar og barsmíðar af, og síðar með því að senda þá gasklefa. Sigmundur Davíð hefur bent á að hugsanlega séum að sóa peningum í útlendingamálum og taka við flóttamönnum umfram nágrannaþjóðirnar.

***

Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskólans sagði þetta um málið í samtali við mbl.is á þriðjudag:

Það sem er á ferðinni þarna er ein glæra sem er al­ger­lega tek­in úr sam­hengi.

Að auki segir í fréttinni:

Guðrún seg­ir að mynd­in sé úr stjórn­mála­fræðitíma þar sem þjóðern­is­stefna var til umræðu og að glær­an hafi verið sett fram til að kveikja umræður meðal nem­enda um ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir þjóðern­is­stefnu.

Datt skólastjórinn á höfuðið? Með þessari glæru eru verið að setja þess menn á sama bekk. Þetta er ekki aumkunarvert hjá skólastjóranum. Heldur viðurstyggilegt.

Í skólareglum Verzlunarskólans segir, í 10. gr. um útgáfumál nemenda:

Skólayfirvöld ætlast til að þar ráði heilbrigður metnaður ferðinni, framsetning efnis sé á góðu máli, myndefni sé valið af smekkvísi og fjallað sé um tímabær málefni.

Hver eru viðurlögin við brotum nemenda? Það kemur einmitt fram í 12. gr. skólareglnanna:

Viðurlög við broti á skólareglum geta verið eftirfarandi, eftir því hve skólayfirvöld telja brotið alvarlegt: Viðvörun kennara eða umsjónarkennara, áminning skólastjóra, brottrekstur, tímabundinn eða endanlegur.

Þessi framsetning hins meinta stjórnmálafræðikennara uppfyllir ekki einu sinni reglurnar sem skólinn setur um útgáfu nemenda.

***

Hitler er líklega næst versta illmenni sögunnar - á eftir Stalín.

Væri er ekki rétt að blaðamenn spyrðu hinn svokallaða kennara, Ólaf Njál Ingólfsson og skólastjórann að því, hvar glæran sé um Stalín. Mesta illmennis sögunnar. Sem drap 3-5 milljónir Úkraínumanna í samfélagstilrauninni sósíalismanum með því að gera alla landið að samyrkjubúi. Fyrir utan hinar að minnsta kosti 15-17 milljónirnar sem hann lét drepa.

Fylgdi ekki líka tilvitnun í Nóbelskáldið Halldór Laxness þar sem hann skrifaði í Sovétvininn:

Ég ferðaðist um Ukraine þvert og endilangt í „hungursneyðinni“ 1932. Það var yndisleg hungursneyð. Hvar sem maður kom var allt í uppgangi.

Hvað kom fyrir Verzlunarskóla Íslands. Og ætlar stjórn skólans, þar sem flestir hverjir eru hinir mætustu menn, ekkert að bregðast við þessu?

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudag, 12. janúar 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.