*

miðvikudagur, 23. september 2020
Huginn og muninn
7. ágúst 2020 18:02

Ekki mata tröllin

Hrafnarnir telja það sanna eitt elsta lögmál internetsins, nefnilega það að maður eigi ekki að gefa tröllunum að borða.

Haraldur Guðjónsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur undanfarnar vikur – aldrei þessu vant – farið mikinn á samfélagsmiðlum og beint spjótum sínum meðal annars að þeim sem halda um stjórnartaumana hjá Samtökum atvinnulífsins og Lindarvatni ehf.

Eftir að þeir svöruðu fyrir sig með yfirlýsingu birtist grein eftir formanninn á Kjarnanum – þar sem Ragnar er titlaður höfundur en vitnar tvisvar í sjálfan sig í þriðju persónu – sem taldi tíu síður í tólf punkta Times New Roman letri en bætti litlu við fyrri ásakanir.

Þeirri grein hefur ekki verið svarað með öðru nema þögninni. Hrafnarnir telja það sanna eitt elsta lögmál internetsins, nefnilega það að maður eigi ekki að gefa tröllunum að borða. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.