*

mánudagur, 22. júlí 2019
Huginn og muninn
27. mars 2016 19:45

Ekki mikið kjöt á beinunum

Seðlabankastjóri er býsna fær í að spila á væntingar fjölmiðla og fjárfesta að mati hrafnanna.

Haraldur Guðjónsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kann flestum betur að spila á væntingar fjölmiðla og fjárfesta. Allt fjármálakerfið beið með öndina í hálsinum eftir ræðu Más á ársfundi Seðlabankans á dögunum, enda hafði hann sagt degi áður að í ræð­ unni yrði „meira kjöt á beinunum“ varðandi aflandskrónuútboð og næstu skref í átt að afnámi hafta.

Ræðan var hins vegar ansi rýr að innihaldi hvað þessa þætti varðaði. Í raun kom þar ekkert fram annað en að útboðið yrði á næstunni og að í kjölfar væri hægt að vinna að losun hafta fyrir innlenda aðila. Svo mikil voru vonbrigðin að strax þá um kvöldið gekk sú kenning milli manna að útlit hefði verið fyrir slaka mætingu á ársfundinn.

Til að tryggja að svo yrði ekki hafi Már ákveðið að kynda aðeins í fólki með því að lofa „kjöti“ sem hann hafði aldrei ætlað að reiða á borð. Sama hvað mönnum þótti um innihaldið, tókst Má svo sannarlega að vekja athygli á fundinum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.