*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Huginn og muninn
16. janúar 2021 10:02

Ekki sama eiginkona og eiginkona

Landsréttarmálið og óvægin umræðan í kringum það er hröfnunum í fersku minni.

Haraldur Guðjónsson

Landsréttarmálið og óvægin umræðan í kringum það er hröfnunum í fersku minni. Vissulega voru lög brotin við þá skipan en umræðan snerist oft minna um lögin og meira um meinta frændhygli.

Frasinn quid pro quo var til að mynda brúkaður í Strassborg í tengslum við Arnfríði Einarsdóttur. Sú hafði um þrjátíu ára reynslu úr dómskerfinu en var (og er) svo ólánsöm að vera gift þingmanninum Brynjari Níelssyni. Minna heyrðist aftur á móti þegar fyrrverandi maki heilbrigðisráðherra var skipaður héraðsdómari í byrjun árs 2018.

Í gær skipaði dómsmálaráðherra Arnbjörgu Sigurðardóttur hæstaréttarlögmann, aðstoðarmann dómara og eiginkonu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra en hún var metin jafnhæf öðrum umsækjanda. Hrafnarnir draga ekki í efa að þar fari hæfur lögfræðingur en eru þó forvitnir um hvort sami grátkór muni fara af stað.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.