*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Huginn og muninn
4. október 2019 13:48

Endalok heimsins

Samband íslenskra auglýsingastofa er svo gott sem gengið í Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins.

Eva Björk Ægisdóttir

Guðmundur Hrafn Pálsson og félagar hans í Sambandi íslenskra auglýsingastofa (SÍA) gengu á dögunum í Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins eða svo gott sem. Sambandið stendur nú fyrir auglýsingaherferð, sem mætti reyndar vel kalla áróðurherferð, gegn því að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði.

Í þessari herferð er vægt til orða tekið dregin upp dökk mynd af stöðunni fari RÚV af markaðnum. Til að draga það saman þá blasa endalok heimsins við okkur megi ekki auglýsa hjá RÚV. Það kemur ekki á óvart að sambandið skuli reyna að koma sínum skoðunum á framfæri með auglýsingum en það er samt svolítið póetískt að það skuli gert með því að kaupa auglýsingar í dagblöðum, einkamiðlunum sem eiga í harðri samkeppni við RÚV.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.