*

mánudagur, 25. október 2021
Huginn og muninn
16. apríl 2017 10:09

Endurnýting hjá Sósíalistum

Vefsíða Sósíalistaflokksins virðist upphaflega hafa verið hönnuð utan um annað áhugamál stofnandans.

Haraldur Guðjónsson

Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar er nú einu skrefi nær stofnun, því vefsíða flokksins hefur verið opnuð. Formlega á að stofna flokkinn þann 1. maí næstkomandi.

Þegar html-kóði síðunnar er skoðaður sést að einhvern tímann hefur Gunnar Smári ætlað að opna síðu fyrir Fylkisflokkinn, en endurnýtt hana til að búa til þessa síðu sem nú hefur verið birt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ákveðin blæðing hefur orðið á milli áhuga Gunnars Smára á því að gera Ísland að fylki í Noregi og Sósíalistaflokksins. Facebook síða, sem stofnuð var utan um fylkishugmyndina og safnaði ríflega 8.000 fylgjendum, var í snarhasti breytt í Facebook síðu Sósíalistaflokksins. 

Hvort Sósíalistaflokkurinn ætli sér að verða grænn flokkur er ekki enn ljóst, en hitt er víst að endurnýting er ein af dyggðum stofnandans. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.