*

þriðjudagur, 15. október 2019
Huginn og muninn
16. júní 2019 09:58

Engin dagblöð hjá Icelandair

Það er svolítið einkennilegt þegar flugfélag hættir að dreifa blöðum til farþega vegna umhverfissjónarsmiða.

Haraldur Guðjónsson

Á dögunum skelltu hrafnarnir sér til útlanda. Þar sem þeir eru staðfuglar þá pöntuðu þeir sér far með Icelandair. Eitt af því fyrsta sem hrafnarnir gera þegar þeir eru búnir að koma sér fyrir að er að biðja flugþjóninn um öll dagblöðin. Þeim krossbrá því þegar þeim var tilkynnt að Icelandair væri nú hætt að dreifa dagblöðum í flugvélum sínum. Þegar þeir spurðu hvers vegna ekki væri lengur hægt að fá dagblöð voru svörin frekar loðin en þó var nefnt að það væri meðal annars vegna umhverfissjónarmiða.

Hrafnarnir eru auðvitað mjög meðvitaðir um náttúruna og ötulir plokkarar rétt fyrir varptímann. Þeim finnst þetta samt svolítið skrítið að flugfélag hætti að dreifa dagblöðum vegna umhverfissjónarmiða. Ef stjórnendum flugfélaga er annt um náttúruna er auðvitað nærtækast að hætta notkun á plastglösum, plastbökkum og ýmiss konar plastílátum. Umhverfisvænast væri samt að hætta einfaldlega rekstri og leggja vélunum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.