*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
25. apríl 2020 11:05

Engin kreppa hjá hinu opinbera

Þjóðleikhúsið, sem er lokað vegna samkomubanns, tilkynnir um ráðningar þrjár toppstöður.

Magnús Geir Þórðarson, nýr Þjóðleikhússtjóri.
Aðsend mynd

Flest ef ekki öll fyrirtæki landsins eru nú í miklum aðhaldsaðgerðum vegna heimskreppunnar. Fjölmörg þeirra hafa farið hlutastarfaleiðina og sum jafnvel óskað eftir því við starfsfólk sitt að það fari í 25% vinnu. Á móti fær fólki atvinnuleysisbætur frá ríkinu.

Kreppan bítur samt greinilega mismikið því í opinbera geiranum birtast nú fréttir af ráðningum. Landsvirkjun réð nýjan upplýsingafulltrúa fyrir nokkrum vikum og ríkissáttasemjari nýjan starfsmann í greiningar og skýrsluskrif. Í vikunni var greint frá því að Magnús Geir Þórðarson, nýr Þjóðleikhússtjóri, hefði ráðið í þrjár toppstöður. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn og nýr forstöðumaður samskipta og markaðsmála. Þá var ráðið í nýja stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra. Þetta fólk, sem allt hefur áður starfað með nýja Þjóðleikhússtjóranum, mun hafa góðan tíma til að koma sér inn í málin enda leikhúsið lokað og engar sýningar í gangi, sem þýðir væntanlega að leikhúsið er svo gott sem tekjulaust.

Hrafnarnir bíða síðan spenntir eftir því að sjá hver verður ráðinn nýr markaðsstjóri verkefnastofu um starfrænt Ísland í fjármálaráðuneytinu en 116 sóttu um það starf. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.