*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Huginn og muninn
9. september 2018 10:02

Enginn reikningur

Ársreikningur WOW air fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en samkvæmt lögum átti að skila honum í síðustu viku.

Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir bíða enn í ofvæni eftir ársreikningi Wow air. Samkvæmt lögum ber að skila ársreikningi mánuði eftir að hann er samþykktur eða í síðasta lagi 5. september, sem var í gær. Þegar hrafnarnir tékkuðu á þessu á föstudaginn 7. september var engan reikning að sjá.

Nú kunna að vera ýmsar ástæður fyrir því að skil á ársreikningi tefjist en í ljósi þessi hve nákvæmar fjárhagsupplýsingar voru birtar í kynningarefni í tengslum við skuldabréfaútboð Wow vekur furðu að reikningi fyrir síðasta ár hafi enn ekki verið skilað. Í stjórn Wow sitja auk Skúla Mogensen fjórir aðrir en það eru Liv Bergþórsdóttir, sem nýverið hætti sem forstjóri Nova, Davíð Másson, sem hefur starfað í fluggeiranum í fjölda ára, Ben Baldanza, sem í rúman áratug var forstjóri Spirit Airlines og Helga Hlín Hákonardóttir, einn af eigendum Strategíu, þar sem hún ráðleggur fjárfestum og stjórnum um lögboðna og góða stjórnarhætti. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is