*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Týr
24. janúar 2015 13:10

Engu svarað

Dómarar á Íslandi hafa lengi verið í hópi þeirra allra þöglustu, sem er nokkuð sem Jón Steinar sjálfur reyndi að breyta þegar hann var dómari.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Í bók sinni Í krafti sannfæringar ber Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, samstarfsmann sinn og núverandi forseta Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, þungum sökum. Hann hafi beitt sér gegn því að Jón Steinar yrði skipaður hæstaréttardómari árið 2004 og hefur Jón Steinar sagt að í málinu hafi Markús vísvitandi brotið gegn embættisskyldum sínum og ekki farið að settum lögum.

* * *

Þetta eru alvarlegar ásakanir, ekki síst í ljósi þess að sá sem þeim er borinn er einn af handhöfum forsetavalds. Mætti því ætla að hann tæki til varna og bæri sakirnar af sér, en sú hefur ekki orðið raunin. Í samtali við DV sagði Markús: „Ég hef ekki í hyggju að svo komnu að svara nokkru því sem fram kemur í ritinu sem fyrirspurn þín varðar.“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Markús einfaldlega „nei, það er ég ekki,“ þegar hann var spurður hvort hann væri reiðubúinn að tjá sig efnislega um gagnrýni Jóns Steinars.

* * *

Dómarar á Íslandi hafa lengi verið í hópi þeirra allra þöglustu, sem er nokkuð sem Jón Steinar sjálfur reyndi að breyta þegar hann var dómari. Týr skilur það mætavel að dómarar geta ekki og eiga ekki að tjá sig um einstaka dóma sem fallið hafa. Dómar eiga einir að standa sem vitnisburður um afstöðu dómaranna. Tækju þeir upp á því að tjá sig frekar í fjölmiðlum gæti það sett réttarheimildafræðina alla í uppnám.

* * *

Það þýðir hins vegar ekki að dómarar geti ekki tjáð sig um starfsemi viðkomandi dómstóls eða um stjórnsýslu hans. Ef á daginn kæmi að misfarið hefði verið með fé dómstóls á dómstjóri eða forseti ekki að tjá sig um það? Eiga dómararar ekki að tjá sig opinberlega um væntanlegar breytingar á dómstólalögum? Varla er betra að afstaða dómaranna komi aðeins fram fyrir luktum dyrum.

* * *

Hvað varðar ávirðingar Jóns Steinars í garð forseta Hæstaréttar er illskiljanlegt af hverju Markús vill ekki svara. Málið snýst ekki um fallinn dóm eða mál sem er fyrir dómstólnum og mjög auðvelt væri fyrir hann einfaldlega að hafna ásökunum og vísa þeim til föðurhúsanna. Það vill hann ekki gera. Eru engin takmörk á þögli dómara?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is