*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Huginn og muninn
11. júlí 2021 08:14

Enn hægt að rífast um Sundabraut

Hrafnarnir ætlaað leyfa sér að vera hóflega bjartsýnir á að framkvæmdir að Sundabraut hefjist þegar stefnt er að árið 2026.

Dagur B. Eggertsson og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifuðu undir samkomulag um lagningu Sundabrautar í vikunni.
Aðsend mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson og Dagur B. Eggertsson skrifuðu í vikunni undir samkomulag um lagningu Sundabrautar fyrir hönd ríkis og borgar. Stefnt er að því að fjármagna brautina með veggjöldum og er fátt út á það að setja.

Hrafnarnir ætla þó að leyfa sér að vera hóflega bjartsýnir á að framkvæmdir hefjist þegar stefnt er að, eða árið 2026.

Verkefnið hefur verið áratugi á teikniborðinu. Áður en framkvæmdir hefjast verða að líkindum tvennar alþingiskosningar og tvennar borgarstjórnarkosningar og því er ekki óhugsandi að þau sem þá verða við völd vilji haga málinu eftir sínu höfði.

Þá er eitt af stóru ágreiningsefnunum enn óútkljáð en það er hvort Sundabraut fari um göng eða brú, sem hefur verið uppspretta endalausra deilumála um árabil. Það kæmi hröfnunum ekki í opna skjöldu að áður en ákvörðun liggur fyrir og hægt verður að kveikja á vinnuvélunum þurfi þó nokkra starfshópa, nefndir og skýrslur til viðbótar.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.