*

laugardagur, 12. júní 2021
Huginn og muninn
6. júní 2021 08:12

Enn um skattastefnu sósíalista

Vinsamleg ábending til hugmyndasmiðs Sósíalistaflokksins um að lesa dóm MDE frá 2013 í máli N.M.K gegn Ungverjalandi.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þótt Gunnar Smári Egilsson, ein helsta vítamínsprauta Sósíalista, sé vafalaust víðlesinn virðist hann hafa látið lögfræði og mannréttindasáttmála ósnert.

Í spjallhópi flokksins svaraði hann krunki hrafnanna frá síðustu viku en þar var bent á að skattastefna Sósíalista hyggi nærri eignarnámi. Þar sagði hann að Ísland væri lýðveldi og gæti ráðið skattastefnu sinni. Það er vissulega rétt. Þó má ekki gleyma því að hendur ríkisvaldsins eru bundnar af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu auk fjórfrelsis EES-samningsins og stofnsetningarrétti hans. Hrafnarnir benda Gunnari Smára á að lesa dóm MDE frá 2013 í máli N.M.K gegn Ungverjalandi og kafla II.2 í dómi Hæstaréttar í máli nr. 726/2013.

Það er nefnilega svo að mannréttindi eiga við alla, óháð efnahag. Vanti hann og flokksmenn hans síðan meira lesefni um mannréttindi og skatta eru hrafnarnir boðnir og búnir að forða þeim frá því að verða sér til skammar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.