*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Huginn og muninn
30. nóvember 2019 09:01

Excel draugurinn til Play

„Smá" skekkja í útreikningum á fjölda erlendra ferðamanna til landsins.

Stofnendur félagsins; Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.

Hrafnarnir hafa fylgst nokkuð náið með flugfélaginu Play. Fyrir nokkrum dögum buðu Play-menn forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu á fjárfestakynningu.

Bogi Guðmundsson, einn stofnenda Play, sagði í Mogganum á þriðjudaginn að fundurinn hefði falið í sér ákall um að hagsmunaaðilar tækju þátt í verkefninu. Var bent á að á þriggja ára tímabili gæti Play skapað ríflega 240 milljarða króna gjaldeyristekjur. Reyndar kom fram á fundinum að Play stefndi að því að flytja 1,7 milljónir erlendra ferðamanna til landsins á þessu tímabili.

Á fréttasíðunni Túrista var farið yfir málið í gær og birt frétt þess efnis að þessar tölur gengju ekki upp. Play myndi flytja 850 þúsund ferðamenn en ekki 1,7 milljónir. Bogi sagði þetta rétt athugað hjá Túrista. Excel-draugurinn heldur áfram að hrella.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.