*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Huginn og muninn
29. september 2019 10:03

Excelpúkinn kominn hringinn

Vofa gengur enn ljósum logum um stjórnsýsluna, vofa Excelpúkans, sem er kominn aftur upp í Hagstofu.

Haraldur Guðjónsson

Vofa gengur enn ljósum logum um stjórnsýsluna, vofa Excelpúkans.Hagstofa Íslands þurfti á ný að leiðrétta birtar hagtölur, nú um kortaveltu, en í þetta skiptið var kortafyrirtækjunum um að kenna. Þau höfðu sent Hagstofunni rangar upplýsingar.

Excelpúkinn er því kominn hringinn. Hann hóf að valda usla í Hagstofunni fyrir nokkrum vikum þar sem tvívegis þurfti að leiðrétta tölur um hagvöxt. Í kjölfarið hafði Excel-púkinn viðkomu í Sorpu en þar kom í ljós að gleymst hafði að gera ráð fyrir nærri 1,4 milljörðum króna í fjárfestingaráætlun félagsins. Þá hoppaði Excelpúkinn upp í Háskóla svo úr varð að fimm nemendur fengu ekki inngöngu í læknisfræði sem hefðu átt að fá það. Ekki fannst lausn á því máli fyrr en tveir stærðfræðingar voru kallaðir til við að leysa vandann. Það er von að húsverðinum takist fljótlega að góma excel-púkann sem gengur nú laus í húsakynnum Hagstofunnar.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.