*

föstudagur, 28. janúar 2022
Huginn og muninn
26. desember 2021 10:02

Eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins

Það verður á brattann að sækja fyrir nýjan leiðtoga flokksins í borginni en tækifærin eru til staðar.

Sjálfstæðisflokkurinn var síðast í meirihluta í Reykjavík þegar Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson leiddi flokkinn.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur gengið eyðimörkina þvera og endilanga síðasta rúma áratuginn. Hann var síðast í meirihluta á kjörtímabilinu 2006 til 2010, sem voru miklir sviptingartímar í borgarstjórn Reykjavíkur og nokkrir meirihlutar myndaðir þvers og kruss. Þar áður var hann í meirihluta samfleytt frá árinu 1986 til 1994.

Flokkurinn hefur líka verið í leiðtogakrísu því frá árinu 1994 hefur enginn enst lengur en eitt kjörtímabili í oddvitasætinu. Botninum náði flokkurinn árið 2014 þegar hann hlaut einungis 25,7% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum en þá var Halldór Halldórsson oddviti. Í kosningunum 2010, þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn fékk hann 33,6% og árið 2006, undir stjórn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar hlaut hann 42,6%. Fyrir þann tíma var flokkurinn gjarnan í kringum 50% í kosningum.

Það er alveg ljóst að á brattann verður að sækja fyrir nýjan leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borginni en tækifærin eru til staðar því núverandi meirihluti nýtur lítils trausts annars staðar en í 101 og 107 Reykjavík.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.