*

mánudagur, 25. október 2021
Huginn og muninn
2. júlí 2016 11:09

Eygló gerir gott grín

Eygló Harðardóttir sló á létta strengi þegar hún var spurð út í stöðu Íslands á alþjóðlegum velferðarlista.

Haraldur Guðjónsson

Ísland er í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða – hvað sem það nú þýðir – og hefur lækkað um 6 sæti milli ára.

Í frétt RÚV er þó tekið fram að mæld velferð hafi þó ekki minnkað á Íslandi, því velferðarvísitalan hafi hækkað. Hún hafi bara hækkað meira annars staðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að svartsýnir geri sér mat úr þessu og var Eygló Harðardóttir velferðarráðherra beðin að tjá sig um það að samkvæmt listanum eru Íslendingar of þungir.

Efast má um að Eygló hafi skorað stig hjá atvinnuleiðindaskörfum þegar hún benti á þá einföldu staðreynd að það geti verið til marks um aukna velmegun ef fólk er aðeins í þyngri kantinum. Eygló er greinilega, eins og þjóðin öll, frekar tilbúin að sjá björtu hliðarnar á málunum. Slíkur er áhrifamáttur landsliðsins í knattspyrnu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.