*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Huginn og muninn
17. júlí 2021 08:02

Fá bréf á lausu hjá Solid Clouds

Vart má búast við mikilli veltu með bréf Solid Clouds, enda þarf að halda í bréfin í þrjú ár til að njóta skattaafsláttar af þeim.

Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Solid Clouds.
Gígja Einars

Útboð Solid Clouds sýnir, að ólíkt því sem ætla mætti af umræðu síðustu vikna, þá er þátttaka í útboðum ekki ávísun á skyndigróða.

Viðskipti með bréfin hafa verið heldur lítil og nær því sem venjan hefur verið með mörg félög á First North markaðnum.

Það þarf ekki að koma sérlega á óvart.

Solid Clouds er mun minna en önnur nýskráð félög í sumar. Þá vinnur félagið að langtímaverkefni, sem er þróun tölvuleiksins Starborne. Því er ekki að vænta mikilla breytinga á vonum og væntingum til félagsins frá degi til dags.

Það skiptir þó sennilega meira máli að þátttakendur í hlutafjárútboði félagsins þurfa að halda á bréfunum í þrjú ár vilji þeir njóta skattaafsláttar af kaupunum. Því verða líklega fá hlutabréf í félaginu á lausu á næstunni.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.