*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
24. maí 2015 07:45

Færum landið frá 19. öld yfir á þá 21.

Skæruhernaður BHM gæti hins vegar bitið stéttarfélagið í botninn.

Haraldur Guðjónsson

Skæruverkföll BHM eru hönnuð til að valda sem mestum usla, en kosta verkfallssjóði sem minnst. Má sem dæmi um þetta nefna verkföll lögfræðinga hjá sýslumönnum, sem stoppað hafa allar leyfisveitingar og þinglýsingar.

Þessi skæruhernaður gæti hins vegar bitið BHM í botninn, ef hugmynd Davíð Þorlákssonar fær brautargengi.

Á Facebook segir hann m.a: „Hvernig væri að nota tækifærið nú þegar lögfræðingar hjá sýslumönnum eru í verkfalli og færa þinglýsingar frá 19. öld yfir á 21. öld? Til dæmis mætti gera eins og gert hefur verið með alþjóðlegar þinglýsingar vegna flugvéla þar sem það er miðlæg rafræn skrá, en engir skjalaskápar, engar biðraðir, engir stimplar og engir lögfræðingar. Notendur (sem gætu t.d. verið lögmenn og löggiltir fasteignasalar) myndu setja skjölin sín inn sjálfir og bera ábyrgð á þeim. Ein tölva myndi leysa af hólmi tugi ríkisstarfsmanna.“

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.