*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Huginn og muninn
22. mars 2019 16:08

Fámennt í Vinabæ

Ræðumenn ávarpaðir að marxískum sið á samstöðufundi Eflingar.

Reytingur af fólki í Vinabæ.
Haraldur Guðjónsson

Verkfall hópbifreiðabílstjóra hefur staðið yfir í dag. Vegna þessa boðaði Efling til samstöðufundar í Vinabæ klukkan eitt, en á fundinum var meðal annars tekið við umsóknum fyrir greiðslu úr vinnudeilusjóði en til að fá greitt úr sjóðnum þurfti að skrá sig á fundinn. Voru þeir sem forfölluðust, beðnir að hafa samband við skrifstofu Eflingar dagana 1. og 2. apríl.

Fremur dræm mæting var í Vinabæ, en samt var þar nokkur fjöldi starfsmanna af skrifstofum Eflingar, fjölmiðlafólk og nokkrir bílstjórar. Síminn á skrifstofum Eflingar verða væntanlega rauðglóandi 1. apríl.

Á fundinum voru flutt nokkur erindi, þar sem ræðumenn voru ávarpaðir sem „félagi" að marxískum sið. Félagi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem og félagi Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fluttu erindi. Félagi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og félagi Guðmundur Baldursson, sem situr í stjórn Eflingar, tóku einnig til máls á fundinum. Félagi Daníel Örn Arnarsson var fundarstjóri. Félagi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti einnig galvaskur á svæðið. Samkvæmt dagskrá fundarins, sem birt var á heimasíðu Eflingar, var hann ekki nefndur sem ræðumaður en hann lét ekki sitt eftir liggja heldur steig upp í ræðustól og hvatti menn til dáða.

Fjölmiðlar voru beðnir að yfirgefa salinn þegar félagi Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Eflingar, tók til máls. Átti hann að fjalla um skipulagningu deildar hópbifreiðastjóra innan stéttarfélagsins og leiða umræður um áframhaldandi verkfallsaðgerðir og hver séu næstu skref í baráttunni.

Á fundinum var síðan boðið upp á skemmtiatriði og kaffiveitingar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is