*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Huginn og muninn
7. desember 2019 10:02

Farandforstjóri hins opinbera

Eftir dvöl sína hjá Íslandspósti á Birgir Jónsson að láta til sín taka annars staðar hjá hinu opinbera.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Eva Björk Ægisdóttir

Íslandspóstur hefur undanfarin ár helst komist í fréttir vegna viðvarandi tapreksturs, samkeppnismála og óska um neyðarlán frá ríkinu til að bjarga öllu saman.

Um mitt þetta ár settist nýr maður í brúna. Íslandspóstur réð Birgi Jónsson sem forstjóra og hefur hann farið í viðamikla og erfiða tiltekt. Stöðugildum hefur verið fækkað um 15% og skrifstofur fluttar í ódýrara húsnæði. Auk þess hefur Birgir selt hlut Íslandspósts í Frakt flutningsmiðlun ehf. sem og Gagnageymsluna ehf. Þá hyggst félagið einnig selja prentsmiðjuna Samskipti. Já, Íslandspóstur átti prentsmiðju. Birgir er sem sagt að skera niður kostnað og hagræða á mörgum sviðum.

Hrafnarnir telja að Birgir ætti að vera farandforstjóri hjá hinu opinbera. Eftir dvöl sína hjá Íslandspósti á að senda hann í næsta opinbera fyrirtæki eða stofnun þar sem hann getur látið til sín taka.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.