*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Huginn og muninn
22. júlí 2012 13:47

„Farðu og bloggaðu um þetta“

Skemmtilega óforskammað viðhorf aðstandenda kjúklingastaðar, sem gengur þvert á það sem segir í kennslubókum almannatengla.

Á sama tíma og fyrirtæki nýta hina ýmsu samfélagsmiðla til að kynna starfsemi sína verða þau berskjaldaðri fyrir gagnrýni og  jafnvel ómálefnalegum aðdróttunum. Þannig skrifaði Jóhann Sölvi Júlíusson á Facebook-síðu hins fornfræga kjúklingastaðar í Suðurveri að hann hafi fengið sér vefju á staðnum í sumarbyrjun og fengið matareitrun í kjölfarið. „Takk kærlega  Kjúklingastaðurinn í Suðurveri,“ skrifar Jóhann. Nú færu PR-snillingar á stjá til að kveða þennan orðróm í kútinn. En þetta raskaði ekki ró þeirra sem ráða yfir Facebook-síðu staðarins. „Farðu og bloggaðu um þetta,“ var svar þeirra við ummælum viðskiptavinarins. Skemmtilega óforskammað viðhorf, sem gengur þvert á það sem segir í kennslubókum almannatengla.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.