*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Huginn og muninn
16. júní 2018 10:39

Fastagesturinn á RÚV

Lilja Alfreðsdóttir er komin í hóp með vitringum á borð við Dennis Rodman um málefni Kóreuskagans.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Ríkisútvarpið (RÚV), fjölmiðill í almannaþágu, sparaði á sínum tíma við sig nokkrar krónur þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri tók að sér að lesa kvöldfréttir.

Í þessum anda er æðsti yfirstjórnandi RÚV, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, orðinn fastagestur á RÚV og fengin til að tjá sig um öll mál - jafnvel tvisvar á sama kvöldi.

Sérstaklega er Lilja fengin til að tjá sig um málefni Kóreuskagans. Lilja var skiptinemi í eitt ár í Seúl í Suður-Kóreu þegar hún var tvítug.

Lilja er þannig komin í hóp með vitringum á borð við Dennis Rodman, sem hefur verið einn helsti innanbúðarmaður Bandaríkjanna í Norður-Kóreu undanfarin ár og skýrandi á Kim-fjölskyldunni og uppátækjasemi hennar.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is