*

laugardagur, 29. janúar 2022
Huginn og muninn
1. júní 2018 19:01

Féll saman í beinni

Eftir allt sem á undan er gengið túlka föllnu flokkar stöðuna svo að fólkið vilji þá áfram — það er ekki öll vitleysan eins.

Dagur B. Eggertsson.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir héldu kosningavökuna hátíðlega í laupi sínum á laugardaginn. Svona fyrirfram benti flest til þess að meirihlutinn í Reykjavík myndi halda en það var áður en kappræður forystumanna flokkanna fóru fram sjónvarpinu.

Eftir kappræðurnar var ljóst að allt væri upp í loft. Borgarstjórinn, sem hafði rekið ótrúlega kosningabaráttu og meðal annars splæst í lengstu sjónvarpsauglýsingu eftir hrun, féll saman í beinni. Ólíkt auglýsingum og einræðum voru umræðurnar í sjónvarpssal ekki eftir handriti PR-manna Dags B. Eggertssonar. Þær snérust um húsnæðismál. Stundum er óþægilegt að heyra sannleikann og það var augljóst á öllu hans látbragði í sjónvarpssal að honum leið illa, enda vissi hann innst inni að borgin hafði gjörsamlega klúðrað húsnæðismálunum.

Í sófanum urðu óákveðnir kjósendur ákveðnir í að kjósa ekki yfir sig sömu stjórn og kvöldið eftir féll meirihlutinn. Eftir allt þetta túlka hinir föllnu flokkar stöðuna svo að fólkið vilji þá áfram og reyna hvað þeir geta að mynda nýjan meirihluta. Það er ekki öll vitleysan eins. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.